TF-FRU -- Dagur 108
Ég er búinn að liggja í flensu og kvefpest í rúma viku og hef tæplega getað staðið undir sjálfum mér, hvað þá smíðað fugmódel (þetta er ekki COVID -- ég gáði). Nú ætla ég að reyna að halda áfram og það næsta í röðinni er að setja mótorinn á, tankinn í og tengja þetta allt.
Ég fékk 47 mm langar stultur sem þeir félagar í Slippnum renndu fyrir mig og það kostaði mikið bras að koma gadaróm fyrir í boxinu, aðallega vegna þess að ég er ekki með mjög nettar hendur. Það var eins gott að ég var ekki búinn að setja framrúðuna í.
Og svo fór mótorinn á. Fyrir þá sem vilja vita, þá er þetta RCGF Stinger 30T.
![Cool 8-)]()
Ég er búinn að liggja í flensu og kvefpest í rúma viku og hef tæplega getað staðið undir sjálfum mér, hvað þá smíðað fugmódel (þetta er ekki COVID -- ég gáði). Nú ætla ég að reyna að halda áfram og það næsta í röðinni er að setja mótorinn á, tankinn í og tengja þetta allt.
Ég fékk 47 mm langar stultur sem þeir félagar í Slippnum renndu fyrir mig og það kostaði mikið bras að koma gadaróm fyrir í boxinu, aðallega vegna þess að ég er ekki með mjög nettar hendur. Það var eins gott að ég var ekki búinn að setja framrúðuna í.
Og svo fór mótorinn á. Fyrir þá sem vilja vita, þá er þetta RCGF Stinger 30T.

Tölfræði: Póstað eftir Gaui — 29. Júl. 2024 11:47:36